Fresco tekur skilaboðum yfirvalda alvarlega eins og vonandi allir aðrir landsmenn.
Á Fresco er til staðar handspritt fyrir viðskiptavini og starfsfólk, auk þess að starfsfólk okkar er ávallt með einnota hanska og hárnet við sín störf. Þar að auki eru hurðarhúnar, greiðsluposar og handrið sótthreinsað oft yfir daginn ásamt salnum.
Einnig höfum við aukið bilið á milli borða til að tryggja öryggi viðskiptavina.
Hjálpumst að í gegnum þetta verkefni sem ein heild og förum varlega.
Brakandi ferskt hráefni og heimatilbúnar sósur!
Á Fresco finnur þú fjölbreytt úrval af gómsætum salötum, skálum, vefjum og heilsumánum sem hjálpa þér að takast á við heilbrigðan og ferskan dag. Allar okkar sósur eru gerðar frá grunni af ást sem gleðja þína bragðlauka. Fáðu þér ljúffenga og ferska máltíð!